Fréttir

Ársreikningur staðfestur

Stjórn LSA staðfesti ársreikning sjóðsins á fundi sínum 24. mars sl. Nafnávöxtun síðasta árs var 9,6% sem svarar til 6,7% raunávöxtunar. Meðal raunávöxtun sl. 5 ár er 4,4% og 3,9% sl. 10 ár.

Lokað fyrir heimsóknir hjá LSA

Skrifstofa LSA verður lokuð fyrir heimsóknir frá og með föstudeginum 20. mars. Áfram verður tekið á móti gögnum í afgreiðslu á hefðbundnum opnunartíma.

Tímabundnar breytingar vegna læknisvottorða

Í ljósi þeirrar fordæmalausu stöðu sem er nú í samfélaginu vegna Covid-19 faraldursins hefur Lífeyrissjóður starfsmanna Akureyrarbæjar orðið við ósk Félags íslenskra heimilislækna (FÍH) um að beina sjóðfélögum ekki til heimilislækna vegna læknisvottorða á næstunni.

Nýtum rafræn samskipti

Vegna útbreiðslu kórónuveiru eru sjóðfélagar og aðrir sem eiga erindi við sjóðinn hvattir til að nýta rafræn samskipti og síma þegar kostur er.

Breytingar á skattþrepum

Þann 1. janúar var gerð breyting á tekjuskatti þegar skattþrepum var fjölgað úr tveimur í þrjú.

Opnunartími yfir hátíðirnar

Opnunartími á skrifstofu LSA um jól og áramót.

Sjóðfélagayfirlit í póstdreifingu

Næstu daga berast sjóðfélögum yfirlit með upplýsingum um iðgjaldahreyfingar vegna tímabilsins frá 1. janúar til og með 30. september 2019.

Lífeyristilkynningar birtar á Island.is

Nú eru lífeyristilkynningar frá Greiðslustofu lífeyrissjóða birtar á Island.is. Næstu tvo mánuði verða tilkynningarnar einnig birtar í netbönkum.

50 ára afmælisfagnaður lífeyrissjóða

Fimmtudaginn 30. maí kl. 15 verður fimmtíu ára afmælisfagnaður lífeyrissjóða haldinn í Hofi. Skráning fer fram á vefsíðu Landssamtaka lífeyrissjóða.

Fréttir af ársfundi

Þriðjudaginn 30. apríl var ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar haldinn í Ráðhúsi Akureyrarbæjar. Á dagskrá fundarins voru hefðbundin ársfundarstörf og samþykktarbreytingar.