Fréttir

Afgreiðslutími yfir hátíðirnar

Vakin er athygli á því að skrifstofa sjóðsins er lokuð á gamlársdag sem og föstudaginn 2. janúar.

Útsending til sjóðfélaga

Þessa dagana berast sjóðfélögum yfirlit með upplýsingum yfir iðgjaldahreyfingar ársins 2014.

Út er komið 2. tölublað Vefflugunnar

Nú hefur Vefflugan, veffréttablað Landssamtaka lífeyrissjóða, hafið sig til flugs á ný og út er komið 2. tölublað.

Gögn frá ársfundi 2014

Í gær, miðvikudaginn 25. júní, var ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar haldinn að Strandgötu 3. Á dagskrá fundarins voru hefðbundin ársfundarstörf.

Ársfundur sjóðsins 25. júní

Ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar verður haldinn að Strandgötu 3, Akureyri, miðvikudaginn 25. júní kl. 16:00. Á dagskrá fundarins verða venjuleg ársfundarstörf og er hann opinn öllum sjóðfélögum með málfrelsi og tillögurétti.

Páskakveðja

Starfsfólk Stapa óskar landsmönnum öllum gleðilegra páska. Skrifstofa sjóðsins verður lokuð á skírdag, föstudaginn langa og á annan í páskum. Opnum aftur þriðjudaginn 22. apríl kl. 9:00.

Sjóðfélagayfirlit í póstdreifingu

Á næstu dögum berast sjóðfélögum yfirlit með upplýsingum yfir iðgjaldahreyfingar seinni hluta árs 2013. Við hvetjum sjóðfélaga til að bera saman iðgjaldagreiðslur á yfirliti við greidd iðgjöld samkvæmt launaseðlum. Ef iðgjöld vantar inn á yfirlitið getur sjóðfélagi leitað til starfsfólks Stapa lífeyrissjóðs, sem sér um rekstur sjóðsins, við lausn málsins.

Raunávöxtun LSA 7,2% á árinu 2013

Stjórn LSA og framkvæmdastjóri staðfestu ársreikning sjóðsins á fundi sínum 19. mars sl. Nafnávöxtun síðasta árs var 11,1% sem svarar til 7,2% raunávöxtunar. Meðal raunávöxtun sl. 5 ár er 3,9% og 5,0% sl. 10 ár.

Nýtt fréttablað - Vefflugan

Lífeyrisgáttin - réttindi í öllum lífeyrissjóðum á einum stað