Skrifstofa LSA er aftur opin fyrir heimsóknir. Við hvetjum samt til þess að þeir sem eiga erindi við sjóðinn nýti áfram rafrænar lausnir og símtöl ef hægt er.
Við gætum þess að fara eftir neðangreindum leiðbeiningum:
- Virða 2ja metra regluna. Settar verða upp merkingar á skrifstofum til að minna á regluna.
- Sinnum handþvotti og sprittum á okkur hendur þegar inn er komið.
- Þeir sem finna fyrir einkennum Covid-19, hafa verið erlendis síðustu 14 daga, bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku eða eru í einangrun eða sóttkví vegna veirunnar eru beðnir um að koma ekki á skrifstofur okkar.
Sjóðfélagavefur
- Á sjóðfélagavef er hægt að finna allar upplýsingar um réttindi sjóðfélaga, iðgjaldagreiðslur, sjóðfélagayfirlit o.fl.
Umsóknir
- Allar umsóknir sjóðsins er að finna á umsóknarvef.
- Umsóknum og öðrum gögnum þeim tengdum má senda í tölvupósti á netfangið stapi@stapi.is.
Símaþjónusta og tölvupóstur
- Hægt er að senda fyrirspurnir til sjóðsins í tölvupósti á stapi@stapi.is. Símaþjónusta er alla virka daga frá kl. 9:00-12:30 og 13:00-15:00 í síma 460-4500.