16.04.2014
Starfsfólk Stapa óskar landsmönnum öllum gleðilegra páska. Skrifstofa sjóðsins verður lokuð á skírdag, föstudaginn langa og á annan í páskum. Opnum aftur þriðjudaginn 22. apríl kl. 9:00.
03.04.2014
Á næstu dögum berast sjóðfélögum yfirlit með upplýsingum yfir iðgjaldahreyfingar seinni hluta árs 2013. Við hvetjum sjóðfélaga til að bera saman iðgjaldagreiðslur á yfirliti við greidd iðgjöld samkvæmt launaseðlum. Ef iðgjöld vantar inn á yfirlitið getur sjóðfélagi leitað til starfsfólks Stapa lífeyrissjóðs, sem sér um rekstur sjóðsins, við lausn málsins.