Sjóðfélagi, sem verður fyrir orkutapi, sem telja verður að nemi 50% eða meira og greitt hefur til B-deildar sjóðsins í samtals tvö ár, á rétt á örorkulífeyri úr sjóðnum samræmi við áunnin stig fram að orkutapi. Réttur til örorkulífeyris stofnast ekki er sjóðfélagi hefur ekki orðið fyrir tekjuskerðingu af völdum orkutapsins. Aldrei skal samanlagður örorkulífeyrir og barnalífeyrir vera hærri en sem nemur þeim tekjumissi, sem sjóðfélaginn hefur sannanlega orðið fyrir sökum örorkunnar. Heimilt er, að fengnu áliti trúnaðarlæknis eða tryggingalæknis að setja það skilyrði fyrir greiðslu örorkulífeyris að sjóðfélagi fari í endurhæfingu sem bætt gæti heilsufar hans.
Hundraðshluta orkutaps og tímasetningu þess skal ákvarða að fengnum upplýsingum um heilsufarssögu og starfsorku umsækjanda aftur í tímann svo og áliti trúnaðarlæknis sjóðsins eða tryggingalæknis. Fyrstu fimm árin eftir orkutapið skal mat orkutaps aðallega miðað við vanhæfni sjóðfélaga til að gegna því starfi, er hann hefur gegnt og aðild hans að sjóðnum er tengd. Að því tímabili loknu skal hundraðshluti orkutaps ákvarðaður að nýju með tilliti til vanhæfni sjóðfélagans til að gegna almennum störfum.
Hámark örorkulífeyris miðast við áunninn rétt að viðbættum lífeyri er svarar til þess stigafjölda, sem sjóðfélaginn hefði áunnið sér til 67 ára aldurs margfölduðum með 1,65 enda hafi sjóðfélagi:
Eigi sjóðfélaginn jafnframt rétt á örorkulífeyri úr öðrum sjóði skal hann því aðeins njóta framreikningsréttinda úr þessum sjóði að hann hafi síðast greitt iðgjöld til þessa sjóðs. Hafi sjóðfélaginn skipt um starf og af þeim sökum hafið iðgjaldagreiðslur til þessa sjóðs á síðustu 24 mánuðum fyrir orkutap, stofnast ekki réttur til framreiknings í þessum sjóði ef rekja má starfsskiptin til versnandi heilsufars sem leitt hefur til orkutapsins. Hafi sjóðfélagi öðlast rétt til framreiknings sem fallið hefur niður vegna tímabundinnar fjarveru af vinnumarkaði vegna vinnu erlendis, náms, leyfis frá störfum, barneigna eða sambærilegra ástæðna skal framreikningsréttur stofnast á nýjan leik eigi síðar en 6 mánuðum frá því að hann hefur störf og greiðslu iðgjalds til lífeyrissjóðsins.