Þann 30. desember 1999 var undirritaður samningur milli Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar (LSA) og Lífeyrissjóðs Norðurlands (LN) um að LN tæki að sér rekstur LSA frá og með 1. janúar 2000. Lsj. Norðurlands var sameinaður Lsj. Austurlands í Stapa lífeyrissjóð á árinu 2007 og tók Stapi lífeyrissjóður þá yfir þennan rekstrarsamning. Markmiðið með samningnum er að tryggja góðan rekstur LSA sem og góða þjónustu við sjóðfélaga. Framkvæmdastjóri Stapa lífeyrissjóðs er jafnframt framkvæmdastjóri LSA. Reksturinn felur m.a. í sér innheimtu iðgjalda og sérstakra aukaframlaga, skráningu iðgjalda í iðgjaldakerfi, utanumhald um réttindi sjóðfélaga, undirbúning og vinnu við lífeyrisúrskurði, útsendingu yfirlita til sjóðfélaga, lífeyrisgreiðslur, réttindaflutninga til og frá sjóðnum, upplýsingagjöf og aðstoð í lífeyrismálum, eignastýringu og ávöxtun á fjármunum sjóðsins, fjárhagsbókhald, umsjón með stjórnarfundum, afgreiðslu lána til sjóðfélaga og skýrslugerð til opinberra aðila vegna sjóðsins.
Öll þjónusta við sjóðfélaga LSA er innt af hendi á skrifstofu Stapa lífeyrissjóðs að Strandgötu 3 á Akureyri og er sjóðfélögum LSA bent á að snúa sér til Maríu Bjarkar Guðmundsdóttur.