Nú hafa yfirlit með upplýsingum um iðgjaldahreyfingar vegna ársins 2018 verið send út til sjóðfélaga. Á bakhlið yfirlitanna eru upplýsingar um breytingar á samþykktum sjóðsins, sem teknar voru fyrir á aukaársfundi hans þann 4. október síðastliðinn.
Við hvetjum sjóðfélaga til að bera saman iðgjaldagreiðslur á yfirliti við greidd iðgjöld samkvæmt launaseðlum. Ef iðgjöld vantar inn á yfirlitið getur sjóðfélagi leitað til starfsfólks Stapa lífeyrissjóðs, sem sér um rekstur sjóðsins, við lausn málsins.
Ef launþegi hefur ekki fengið yfirlit en telur að vinnuveitandi hafi átt að skila iðgjöldum til sjóðsins er afar mikilvægt að hafa samband við sjóðinn.