Með bréfi Fjármálaráðuneytisins 12. ágúst sl. staðfestir ráðuneytið breytingar sem gerðar voru á samþykktum sjóðsins og samþykktar á ársfundi sjóðsins þann 27. apríl sl. Um var að ræða breytingu á 11. grein samþykktanna þar sem breyting var gerð á fjárfestingarstefnu til samræmis við breytingar á lögum sem gerðar hafa verið frá eldri samþykktum. Aðrar breytingar voru þær að í stað STAK kom inn Kjölur stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu i 4. grein og 32. grein samþykktanna.