Á fundinum voru m.a. lagðar fram tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins. Stærsta breytingin var á 11. grein samþykkta sjóðsins en breytingar voru gerðar vegna breytinga sem orðið hafa á lögum um lífeyrissjóði á liðnum árum. Jafnframt voru gerðar breytingar á samþykktum þannig að í stað Starfsmannafélags Akureyrarbæjar (STAK) kemur Kjölur stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu. Voru tillögurnar lagðar fyrir fundinn og samþykktar samhljóða. Þá kom fram tillaga um að stjórnarlaun yrðu óbreytt frá fyrra ári og var tillagan samþykkt.
Nánar má lesa um fundinn í fundargerð hér.
Slæður frá fundinum má finna hér.