Þriðjudaginn 9. maí, var ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar haldinn að Strandgötu 3. Á dagskrá fundarins voru hefðbundin ársfundarstörf.
Eiríkur Björn Björgvinsson, formaður stjórnar, fór yfir skýrslu stjórnar um starfsemi sjóðsins á árinu 2016. Þá fór Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri, yfir ársreikning sjóðsins og áritanir ásamt því að gera grein fyrir tryggingafræðilegri stöðu. Var ársreikningur sjóðsins samþykktur samhljóða að yfirferð lokinni. Einnig kynntu fjárfestingarstjóri Arne Vagn Olsen og áhættustjóri Jóna Finndís Jónsdóttir fjárfestinga- og áhættustefnu sjóðsins.
Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar er óbreytt en hana skipa:
Frá Akureyrarbæ: Eiríkur Björn Björgvinsson, Gunnar Gíslason og Sigríður Huld Jónsdóttir.
Frá Kili: Arna Jakobína Björnsdóttir og Hanna Rósa Sveinsdóttir
Meðfylgjandi eru helstu gögn fundarins: