Stjórn LSA og framkvæmdastjóri staðfestu ársreikning sjóðsins á fundi sínum 8. mars sl. Nafnávöxtun síðasta árs var 11,2% sem svarar til 9,0% raunávöxtunar. Meðalraunávöxtun sl. 5 ár er 5,3% og 4,3% sl. 10 ár.
Hrein eign til greiðslu lífeyris hækkaði um 7,9% frá fyrra ári og nam í árslok 10.335 milljónum króna.
Alls greiddu 112 sjóðfélagar hjá 8 launagreiðendum iðgjöld til sjóðsins á tímabilinu og námu þau 54 milljónum króna. Þá námu viðbótarframlög launagreiðenda sem nú eru færð sem sérstök aukaframlög, 223 milljónum króna. Lífeyrisgreiðslur sjóðsins námu 583 milljónum króna og var fjöldi lífeyrisþega 483.
Tryggingafræðileg staða sjóðsins var neikvæð um 38,6% eða sem nemur 6.552 milljónum króna og versnaði staða sjóðsins á árinu. Bæjarsjóður Akureyrar er ábyrgur fyrir skuldbindingum sjóðsins.