Stjórn LSA og framkvæmdastjóri staðfestu ársreikning sjóðsins á fundi sínum í gær. Nafnávöxtun síðasta árs var 6,1% sem svarar til 5,0% raunávöxtunar. Meðal raunávöxtun sl. 5 ár er 4,3% og 4,5% sl. 10 ár.
Hrein eign til greiðslu lífeyris hækkaði um 2,9% frá fyrra ári og nam í árslok 9.388 milljónum króna.
Alls greiddi 121 sjóðfélagi hjá 8 launagreiðendum iðgjöld til sjóðsins á tímabilinu og námu þau 255 milljónum króna. Lífeyrisgreiðslur sjóðsins námu 533 milljónum króna og var fjöldi lífeyrisþega 476.
Tryggingafræðileg staða sjóðsins var neikvæð um 36,8% eða sem nemur 5.846 milljónum króna og versnaði staða sjóðsins á árinu. Bæjarsjóður Akureyrar er ábyrgur fyrir skuldbindingum sjóðsins.