Fimmtudaginn 3. október var aukaársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar haldinn að Strandgötu 3. Á dagskrá fundarins voru breytingar á samþykktum og stjórnarkjör.
Einar Ingimundarson, lögmaður Stapa, kynnti og fór yfir tillögur að samþykktarbreytingum. Breytingarnar voru samþykktar samhljóða. Að því loknu greindi Arna Jakobína Björnsdóttir, fundarstjóri, frá skipan stjórnar sbr. 4 gr. samþykkta sjóðins.
Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar skipa:
Frá Akureyrarbæ: Dan Jens Brynjarsson (formaður), Guðmundur Baldvin Guðmundsson og Gunnar Gíslason
Varamenn: Eva Hrund Einarsdóttir og Halla Björk Reynisdóttir
Frá Kili: Arna Jakobína Björnsdóttir og Hanna Rósa Sveinsdóttir
Varamenn: Árni Egilsson og Kristinn Bjarnason
Meðfylgjandi eru helstu gögn fundarins:
Glærur fundarins
Fundargerð aukaársfundar