Þriðjudaginn 30. apríl var ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar haldinn í Ráðhúsi Akureyrarbæjar, Geislagötu 9. Á dagskrá fundarins voru hefðbundin ársfundarstörf og samþykktarbreytingar.
Dan Jens Brynjarsson, formaður stjórnar, fór yfir skýrslu stjórnar um starfsemi sjóðsins á árinu 2018. Þá fór Jóhann Steinar Jóhannsson, framkvæmdastjóri, yfir ársreikning sjóðsins og áritanir ásamt því að gera grein fyrir tryggingafræðilegri athugun. Ársreikningurinn var samþykktur samhljóða að yfirferð lokinni. Næst kynnti Jóhann Steinar fjárfestingarstefnu sjóðsins og gerði grein fyrir helstu þáttum í fjárfestingarumhverfi hans. Því næst greindi fundarstjóri, Dan Jens Brynjarsson, frá skipan stjórnar.
Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar skipa:
Frá Akureyrarbæ:
Dan Jens Brynjarsson, Gunnar Gíslason og Halla Björk Reynisdóttir.
Varamaður: Eva Hrund Einarsdóttir
Frá Kili:
Arna Jakobína Björnsdóttir og Hanna Rósa Sveinsdóttir.
Varamaður: Árni Egilsson
Á fundinum var lögð fram tillaga að breytingum á 4. grein samþykkta sem ætlað er að auka sveigjanleika við val á stjórnarmönnum. Breytingarnar voru samþykktar samhljóða.
Meðfylgjandi eru helstu gögn fundarins: