Skrifstofa LSA verður áfram lokuð en starfsmenn taka nú á móti sjóðfélögum í fyrirfram bókaða tíma. Til að bóka tíma þarf að hafa samband í síma 460-4500 eða með tölvupósti á stapi@stapi.is. Áfram er hægt að skila inn gögnum í afgreiðslu.
Við gætum þess að fara eftir neðangreindum leiðbeiningum:
- Vera með andlitsgrímu.
- Virða 2ja metra regluna.
- Sinna handþvotti og spritta hendur þegar inn er komið.
- Þeir sem finna fyrir einkennum Covid-19, hafa verið erlendis síðustu 14 daga, bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku, eða eru í einangrun eða sóttkví vegna veirunnar eru beðnir um að koma ekki á skrifstofu okkar.
Við hvetjum ennfremur til þess að þeir sem eiga erindi við sjóðinn nýti áfram neðangreindar þjónustuleiðir:
- Sjóðfélagavefur
Á sjóðfélagavef er hægt að finna allar upplýsingar um réttindi sjóðfélaga, iðgjaldagreiðslur, sjóðfélagayfirlit o.fl.
- Umsóknir
Allar umsóknir sjóðsins er að finna á umsóknarvef. Umsóknum og öðrum gögnum þeim tengdum má senda í tölvupósti á netfangið stapi@stapi.is.
- Símaþjónusta og tölvupóstur
Hægt er að senda fyrirspurnir til sjóðsins í tölvupósti á stapi@stapi.is. Símaþjónusta er alla virka daga frá kl. 9:00-12:30 og 13:00-15:00 í síma 460-4500.